Til baka

Múlaberg á Hótel Kea

Múlaberg veitingahús og veisluþjónusta á Hótel Kea býður upp á sérsniðnar lausnir fyrir allar tegundir viðburða - hvort sem það er fundur, ráðstefna, brúðkaup, árshátíð, fermingar, erfidrykkjur, kokteilboð o.m.fl.
Salirnir rúma allt að 160 gesti í sitjandi borðhaldi auk þess að vera búnir öllum helstu tæknilausnum fyrir vel heppnaðan fund eða ball.

Fundir og ráðstefnur
Á Hótel Kea eru þrír ráðstefnu- og fundarsalir sem auðveldlega má opna á milli eða nýta í sitthvoru lagi og aðlaga að hverjum viðburði fyrir sig. Lögð er áhersla á "fundarfrið" og boðið er upp á heildstæðar fundarlausnir með allt frá gistingu og veitingum upp í stórar ráðstefnur. Í hverjum sal er skjávarpi, tjald og tölva, hljóðnemi og ræðupúlt. Í boði er aðstoð og ráðleggingar við að útfæra hvern og einn viðburð.

Árshátíðir og veislur
Múlaberg hefur löngum verið þekkt fyrir glæsilegar veislur, fyrsta flokks veitingar og faglega þjónustu. Lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð og náin samskipti við viðskiptavini og gesti sem leiðir af sér einstakan viðburð sem þeir munu seint gleyma. Sendu okkur línu og við leggjum okkur fram við að sníða þinn viðburð eftir þínu höfði!

Salir
Salirnir Vaðlaberg, Stuðlaberg og Hlíðaberg, bjóða upp á gott aðgengi og fjölbreytta möguleika.
Gestir geta tyllt sér niður að fundi loknum og snætt á Múlaberg Bistro & Bar eða fengið sér drykk í setustofunni.

Veitingar
Veitingadeildin er með fjölbreytta og veglega matseðla fyrir hin ýmsu tilefni, t.a.m. þriggja rétta kvöldverði, hlaðborð, snittur& tapas ásamt fleiru. Einnig er tekið á móti séróskum.

Hafðu samband
Fyrirspurnir og pantanir berist til mulaberg@mulaberg.is eða í gegnum síma 460 2000
Sjá kynningarbækling hér