Til baka

Hlíðarfjall - Andrés

Hefurðu gaman af fallegu útsýni og að hjóla niður brekku?

Það eru nokkrar fjallahjólabrautir í Hlíðarfjalli en Andrés er lang vinsælasta brautin meðal byrjenda og reyndra einstaklinga sem vilja ná smá hraða. Brautin er einnig "flæðisbraut" og inniheldur brýr og stökkpalla í umsjá Hjólreiðafélags Akureyrar og Hlíðarfjalls.

Hægt er að sleppa að eyða orkunni í að hjóla upp fjallið, hægt er að fá far með stólalyftunni Fjarkanum upp í Strýtu þar sem má njóta útsýnis og renna sér  svo niður brekkuna.  

Stólalyftan Fjarkinn í Hlíðarfjalli er yfirleitt opin frá 15.júlí til 5.september á sumrin og er hægt að flytja hjól með lyftunni.
Opnunartímar, verðskrá og nánari upplýsingar er að finna á Hlidarfjall.is.

Fyrir þá sem fara utan opnunartíma lyftunnar er hægt að hjóla upp í Strýtu. Leiðin liggur fyrir norðan stólalyftuna (Fjarkann), vegslóði sem liggur upp í Strýtu.

Andrés on Trailforks.com

 

Nánari upplýsingar

Lengd: 1.8 km

Erfiðleikastig: Miðlungs krefjandi

Hækkun: 10 m

Undirlag: Fjallahólastígar

Upphafspunktur: Bílastæði / Lyftan Fjarkinn

Hjólagerð: Fjalla- & fulldempuðhjól