Sígild hjólaleið um fallega náttúru í gegnum Kjarnaskóg og Naustaborgir. Hægt er að velja um 2 útgáfur fjallahjólaleið og götuhjólaleið sem fer eftir færni og þeirri áskorun sem hver og einn óskar.
Götuhjól:
Götuhjólaleiðin liggur um malarstíga í gegnum skóglendið, þægileg og greið leið. Hægt er að hefja leiðina t.d. við bílastæðið við enda Ljómatúns í Naustahverfi eða frá einu af bílastæðunum í Kjarnaskógi. Þessi hringur er um 8.7 km, með um 179 m hækkun.
Fjallahjól:
Fjallahjólaleiðin er krefjandi, fer um þrengri stíga og slóða, yfir klappir og hjólapalla. Leiðin liggur um skóglendi, klappir og býður upp á gott útsýni yfir Kjarnaskóginn og út fjörðinn.
Skoða má tvær útgáfur af kortum hér fyrir neðan í Wikiloc og Trailforks
El Clásico - The Classic on Trailforks.com
Lengd:
8.2 km Götuhjól
7.8 km Fjallahjól
Erfiðleika stig:
Létt (Götuhjól)
Krefjandi (Fjallahjól)
Hækkun:
179 m Götuhjól
235 m Fjallahjól
Undirlag:
Malarvegur - Götuhjól
Malarvegur, klappir, slóðar Fjallahjól
Upphaf & endir: Bílastæðið við Ljómatún eða Kjarnaskógur