Til baka

Oddeyrin

Tilvalin hjólaleið til að fara með yngra liðið sem eru hjólreiðafólk í þjálfun eða fyrir þau sem vilja þægilega leið með útsýni yfir Pollinum.

Hjólaleiðin er hringur og getur byrjað við Hof og áfram niður Strandgötuna, yfir brúnna sem er til móts við Oddeyrarbryggju, tilvalin staður til að doka við og njóta útsýnis áður en lagt af stað er í gegnum Oddeyrarhverfið. (Gætið ykkar því tröppur eru við stíginn sitthvoru meginn við brúnna).

Frá Vitanum, húsið við Oddeyrarbryggju er stefnt að veitingastaðnum Bryggjunni, upp götuna og yfir gatnamótin við Hjalteyrargötu. Beygt er inn í Hríseyjargötuna og haldið áfram alla leið að gatnamótunum við Eiðsvallagötu, þá er tekin vinstri beygja.
Handan við Glerárgötuna er auðvelt að finna Ráðhústorgið og þaðan aftur að Hofi þar sem hringnum er lokið.

 

The Sea & Oddeyrin on Trailforks.com

 

Nánari upplýsingar


Lengd:
1,9 km (Hringur)

Erfiðleikastig: Létt (Fjölskylduvænt)

Undirlag: Malbik

Hækkun: 21 m

Upphaf & endir: Ráðhústorgið / Hofið