Til baka

Kjarnaskógur - barnabraut

Klassíski skokkstígurinn í Kjarnaskógi er skemmtileg og barnvæn leið fyrir upprennandi hjólreiðamenn.

Leiðin sjálf er 1.6km hringur sem hefst og endar rétt hjá Birkivelli - grillaðstöðunni í Kjarnaskógi (stutt frá blakvöllunum og ærslabelgnum).
Leiðin er blanda af stíg með malarsalla og skógarstíg. Mælt er með að vera á hjóli sem hentar malarvegi.

Athugið að ef það er rigning eða blautt á, þá er mælt með að sleppa að fara niður skógarslóðann (merkt "Rakel Snorra" á Trailforks kortinu) þar sem þar er sérstaklega hætta á að renna til á jarðveginum. Í staðinn er hægt að halda áfram eftir skokkstígnum - leiðin lengist þá bara aðeins en verður öruggari.

 

Kjarnaskógur XC Barnabraut 2019 (Kids) on Trailforks.com

 

Nánari upplýsingar


Lengd:
1.6 km (hringur)

Hækkun: 62 m

Erfiðleikastig: Létt

Undirlag: Malarvegur/Skógarreitur

Upphaf/Endir: Birkivöllur (Grillaðstaðan)

Bílastæði: Kjarnaskógur

Hjólagerð: Götuhjól á malardekkjum & Fjallahjól