Til baka

Hrísey

Hringur um suðurhluta eyjunnar þar sem hjólað er framhjá helstu stöðum eins og vesturströndinni með fallegum húsum og ströndum, kirkjugarðinum, flugvellinum, tjörninni, fiskitrönunum, Háborðinu (hæsti punktur eyjunnar), listaverkið Yggdrasil, skóglendi, hús Öldu og farið um þorpið. Í þorpinu er m.a. farið fram hjá Húsi Hákarla-Jörundar, kirkjunni, sundlauginni, grunnskólanum, búðinni og smábátahöfninni.

Leiðin liggur um akvegi, vegslóða og göngu-/hjólastíga. Fær flestum hjólum á sæmilega grófum dekkjum.

 

 

Nánari upplýsingar


Lengd:
6 km (hringur)

Erfiðleikastig: Létt / miðlungs

Undirlag: Malbik, vegslóði og stígur

Hækkun: 78 m

Upphaf & endir: Höfnin