Til baka

Glerárhringur - efri

Frá nýju vatnsvirkjunni við Gleránna er haldið inn dalinn upp að nýju stíflunni. Þetta er hringur sem fer að mestu eftir malarstíg meðfram Gleránni.

Fylgið stígnum sem liggur sem næst ánni, og haldið beint áfram í gegnum reiðleiðina sem þverar stíginn. Malarstígurinn sem fylgt er liggur að mestu meðfram ánni og má víða sjá niður í stórfenglegt gljúfrið og fallega fossa. Leiðin liggur fram hjá akstursvæði bíla- og mótorhjólafélaganna (sem eru á hægri hönd). Eftir mótorcross svæðið tekur leiðin á sig sveig upp fyrir skotæfingasvæðið. Þar fyrir ofan er komið á malarveg sem fylgt er yfir ristarhlið og í áttina að Hlíðarfjalli. Gætið þó að fylgja ekki veginum áfram upp að Hlíðarfjalli heldur er sveigt inn á eina veginn sem liggur áfram inn Glerárdalinn.

Þeim vegi er fylgt alla leið inn að stíflunni sem byggð var fyrir nýju virkjunina þar sem þessi ferð hófst. Farið yfir sjálfa stífluna og upp sneiðinginn hinu meginn. Þegar upp á hæðina er komið tekur við stígur sem liggur að bílastæðinu við Súlur. Þaðan er veginum síðan fylgt alveg niður að Mjólkursamsölunni á Akureyri. Farið að og yfir Þingvallarstræti og hjólað til vinstri yfir brúna á Gleránni og að hringtorginu við veginn upp í Hlíðarfjall. Farið yfir bæði Hlíðarbrautina og Hlíðarfjallsveginn og farið niður slóðann sem liggur niður að ánni fyrir ofan brúnna að nýju virkjuninni til móts við steypustöðina þar sem hringnum er lokið.

 

Powered by Wikiloc

 

Nánari upplýsingar

Lengd: 14 km önnur leiðin (26 km fram og tilbaka)

Erfiðleikastig: Létt / miðlungs

Undirlag: Malarvegur/stígur og smá malbik

Hækkun: 395 m

Upphaf & endir: Nýja stöðvarhúsið við Gleránna