Oft er sagt að taka "einn spaða" með þessum klassíska hring í gegnum Kjarnaskóg. Slóðin er nógu krefjandi til að fá almennilega hreyfingu úr honum og hefur skemmtilegar viðbætur svo sem viðarpalla og brýr sem Hjólreiðafélag Akureyrar hefur sett upp.
Leiðin er aðallega notuð til að hjóla hratt niðrímóti svo best er að hjóla á aðal stígnum í skóginum og koma að skógarreitnum að ofan frá, upphafspunktur reitsins er skær græni punkturinn á Trailforks kortinu. Svo er hjólað nánast alla leið úr skóginum og aftur upp að bílastæðinu eða þar sem rauði punkturinn er á kortinu.
Athugið að það geta verið gangandi vegfarendur í skógarreitnum.
Kjarnaskógur MTB Trail on Trailforks.com
Lengd: 4.5 km
Erfiðleikastig: Miðlungs
Hækkun: 27 m
Undirlag: Skógarreitur
Upphaf & endir: Kjarnakot
Bílastæði: Kjarnakot / Kjarnaskógur