Látraströnd er strandlengjan austan við utanverðan Eyjafjörð og nær frá Grenivík í suðri og norður á Gjögurtá. Hjólaleiðin byrjar á Grenivík og liggur eftir malar- og moldarvegslóða sem liggur til norðurs með ströndinni að tóftunum við bæinn Grímsnes, um 15 km norðan við Grenivík.
Lengd: 15 km (önnur leiðin), 30 km (fram og tilbaka)
Erfiðleikastig: Miðlungs
Undirlag: Malar- og moldarvegur og fara yfir ár/læki
Hækkun: 160 m
Upphaf & endir: Bílastæði við Útgerðarminjasafnið á Grenivík
Árstíð: Jeppavegur og engin þjónusta