Fallegt svæði inni í miðjum bæ þar sem upplífa má náttúru og stíga af ýmsum gerðum. Gott er að byrja frá bílastæðinu við Kotárborgir (við Folfvöllinn) uppi á klöppunum. Þangað liggur malarvegur frá Þingvallastræti (fyrir ofan/vestan við leikskólann Pálmholt) rétt áður en farið er yfir brúnna yfir Gleránna.
Frá klöppunum er haldið niður eftir náttúrustíg sem liggur að Háskólanum á Akureyri, hjólað er í kringum skólann og niður göngustíginn að Borgarbrautinni. Þar er haldið til vinstri, farið yfir brúnna yfir Gleránna og síðan beygt inn á skógarstíginn til vinstri. Stígnum er fylgt alla leið að efri brúnni yfir Gleránna við Þingvallarstræti og aftur inn á malarveginn að Kotárborgum þar sem hringurinn endar.
Athugið að fyrir neðan klettana er í vinnslu hjólaþrautabraut og við hlið hennar "Pumptrack" sem gaman er að prófa.
Einnnig má finna fleiri slóða á svæðinu útfrá bílastæðinu við Kotárborgir og um að gera að kynna sér þær einnig.
Lengd: 2.45 km
Erfiðleika stig: Létt
Hækkun: 42 m
Upphaf & Endir: Bílastæðið við Kotárborgir