Ef hjólað er um Akureyri má brydda upp á ýmsum skemmtilegum útúrdúrum eða ævintýraleiðum sem reyna á hæfni þess sem hjólar eða býr til skemmtilegt stopp á leiðinni.
Má þar m.a. nefna Nonnastíg, Skátagilið, Pumpan og Kotárborgir.
Hér fyrir neðan má sjá kort og helstu upplýsingar um leiðirnar:
Nonnastígur
Brattur vegslóði sem liggur við suðurenda kirkjugarðsins og niður hjá Minjasafninu og Nonnahúsi - komið er beint niður í innbæinn.
Sjá kort hér
Skátagilið
Bratt gil fyrir ofan miðbæinn. Farið er eftir gilbotninum eftir troðningi sem þar er, undir brúnna og niður í miðbæinn við hliðina á kaffi Ilm og leiksvæðinu í miðbænum.
Kotárborgir
Á svæðinu fyrir aftan háskólann á Akureyri má finna Kotárborgir. Þar er einn af folfvöllum bæjarins en einnig nokkrir náttúrustígar sem gaman er að hjóla og hægt að tengja við malbikaða stíginn sem liggur í gegnum skóginn fyrir ofan Gleránna og ná þannig að fara í hring.
Á þessu svæði er verið að vinna að nýrri hjólaþrautabraut sem ekki er orðin tilbúin en þarna má þó finna manngerða "Pumptrack" sem hægt er að æfa sig á.
Sjá nánar hér kort af leiðinni og lýsingu
Pumpan (Pumptrack)
Skemmtileg hjólabraut á skólalóð Oddeyrarskóla. Brautin er ætluð fyrir iðkendur á alls konar hjólum s.s. hjólabrettum, línu- og hjólaskautum, reiðhjólum og hlaupahjólum. Helsti kosturinn við þessa braut er að hraðinn kemur með hverri "öldu" og pumpar mann áfram - eins og nafnið "Pumpan" gefur til kynna.
Sjá nánar hér kort af leiðinni og lýsingu