Malbikuð leið frá Akureyri að Hlíðarbæ og áfram niður á Dagverðareyrarveg þangað sem malbikið þrýtur.
Hjólað er meðfram Þjóðvegi 1 milli Akureyrar og Hlíðarbæjar þar sem gæta þarf að umferð sem getur verið umtalsverð.
Frá gatnamótunum er hinsvegar komið inn á rólegan sveitaveg sem er malbikaður megnið af leiðinni eða til móts við heimkeyrsluna að bænum Hellulandi.
Hægt er að halda áfram og alla leið að Gásum sem er fallegt útivistarsvæði og geymir minjar um miðaldarkaupstaðinn Gásir.
Sá hluti leiðarinnar er malarvegur og er um 2.1 km til viðbótar (önnur leiðin). Sjá viðbótarkort neðst á síðunni.
Lengd: 11.7 km (23.4 fram og tilbaka)
Malarviðbót: 2.1 km (4.2 fram og tilbaka)
Erfiðleika stig: Létt
Hækkun: 78 m (86 m)
Upphaf & Endir: Hof