Akureyrarvaka er bæjarhátíð sem haldin er síðustu helgina í ágúst í tilefni afmælis Akureyrarbæjar, 29. ágúst. Hátíðin markar jafnframt lok Listasumars, listahátíðar sem stendur frá Jónsmessu til ágústloka. Akureyrarvaka er sett í Lystigarðinum á föstudagskvöldinu. Garðurinn er þá skrautlýstur og þykir mörgum rölt um garðinn í rökkurró hinn eini sanni hápunktur Akureyrarvöku.