Til baka

Ráðhústorg

Mynd af skiltinu / Picture of the sign

Íslenskur texti
English text 

****

RÁÐHÚSTORG

Hér tifar hið stóra hjarta bæjarbúa á uppfyllingu sem varð til 1927 þegar ráðist var í að stækka höfnina og dýpka.

Eitt sinn var fjara og vík þar sem Hafnarstræti og Brekkugata mætast. Árið 1927 var fyllt upp í víkina, sem gárungar kölluðu Sóðavík en aðrir Hofsbót, svo langt fram að uppfyllingin teygði sig út á móts við Strandgötu 7. Þarna þótti við hæfi að reisa bænum nýtt ráðhús. Gamla Sóðavíkin, sem þá var vitaskuld horfin, breyttist því í Ráðhústorg sem fékk þó aldrei ráðhús.

Fleira er einkennilegt við Ráðhústorg. Er torgið í Hofsbót? Ekki verður betur séð en að þetta nafn hafi í elstu heimildum verið notað yfir Pollinn en ekki yfir torgið eða miðbæinn fyrr en á seinni hluta 20. aldar. Það svæði var oftast nefnt Oddeyrarbót eða einfaldlega Bótin. Hamarkotsbót bregður einnig fyrir.

Í fyrsta aðalskipulagi Akureyrar frá 1927 var gert ráð fyrir að rífa Strandgötu 1 og stækka torgið. Svo var húsið við Strandgötu 1 rifið, þó ekki fyrr en sumarið 1949, en ekki til að stækka torgið heldur ætlaði Landsbanki Íslands að byggja enn stærra hús á lóðinni. Þetta féll í grýtta jörð. Hópur fólks gekk fram fyrir skjöldu og skoraði á bæinn að kaupa af bankanum lóðirnar við Strandgötu 1 og Brekkugötu 2. Bæjarráð samþykkti tillöguna en Landsbankinn neitaði. Síðan hefur Landsbanki Íslands verið við Ráðhústorg en það má segja að Landsbankahúsið hafi einnig um tíma gegnt hlutverki ráðhússins við Ráðhústorg þar sem bæjarstjórnarsalur var þar um tíma.

Þótt ráðhús við Ráðhústorg yrði aldrei raunin – í staðinn reis háreistur Landsbanki á lóðinni – var þar iðandi mannlíf. Fjármálastofnanir, verslanir og bíó umkringdu torgið. Hér voru leigubílastöðvar og bensíni dælt á bíla, seld blöð og tímarit úr blaðavagni og pylsur með rauðkáli. Haldnar íþróttasýningar og fjöldafundir og hér fögnuðu bæjarbúar lýðveldisstofnun 17. júní
1944. Svo kom rútan að sunnan og fólk þyrptist að Bifreiðastöð Akureyrar, sumir að ná í ferðalanga, aðrir á höttunum eftir
nýjustu fréttum. 

Sjaldan er þó gleðin meiri á Ráðhústorgi en þegar nýstúdentar Menntaskólans á Akureyri taka sinn árvissa marsumtorgið á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní. Akureyringum varð snemma umhugað um að gera torgið gróðursælt.Sumarið 1938 voru sett tré á torgið, það þökulagt og græna svæðið girt. Það kom jafnvel til greina að stækka torgið um helming en bygging Landsbankans stóð í veginum.

Grasbletturinn, hið helga vé Akureyringa, var látinn óáreittur uns Ráðhústorg var hellulagt árið 1991 sem fór misvel í bæjarbúa. Í skjóli nætur – og án vitundar yfirvalda – var hluti torgsins þökulagður að nýju. Græna byltingin varð staðreynd.

***

Ráðhústorg town square
- where the heart of the town beats.

Although the town hall was not built here – its intended site was taken over by the National Bank – the square was always bustling with life and activity, being surrounded by financial institutions, shops, cinemas and taxi stations. Here you bought papers, magazines and hot dogs from street vendors and filled your car with petrol. This is where mass meetings assembled and sports events were arranged. Here the terminal for the Reykjavík bus used to be, where people came to meet friends and relatives arriving from the capital – or pick up the latest gossip. It was in Ráðhústorg that people rejoiced in the establishment of the Republic of Iceland, 17 June 1944 – still the date on which students from the local college celebrate their graduation bymarching through the square.